Kambastaðir

Staðsetning : Ölfus, Ísland

Verkefnið : Einbýlishús og jóga athvarf 

Stærð : 770 m²

Byggingarár : Í byggingu

Kambastaðir eru staðsettir á mosagróinni hraunbreiðu á skilgreindu landbúnaðarsvæði  sunnan við Hveragerði og og í nálægð við þjóðveg 1. Byggingarnar sitja á flötu landi og hafa stórkostlegt útsýni yfir víðáttumikið landslagið og umlykjandi fjallgarða. 

Grunnhugmyndin að verkefninu kom út frá draumi eigenda um að byggja sér framtíðarheimili og vinnustað í nánum tengslum við náttúruna og byggingarformið skyldi samanstanda að A - húsum. Verkefnið var unnið í náinni samvinnu við eigendur, þau Andreu Eyland og Þorleif Kamban með það að markmiði að láta draum þeirra rætast.

Arkitektúrinn byggir á að hanna einingar með einföldu A-húsa formi með skírskotun í hreint A-form leturfræðinnar. Þessum einföldu A-húsa byggingarhlutum er svo raðað saman og samsettir, þar sem hver og ein eining er vandlega staðsett með tilliti til sólar- og útsýnisátta.

Kambastaðir samanstanda af fjórum A - laga byggingum, hver og ein samsett á ólíkan hátt með ólíkri notkun þ.e.a.s;  einbýlishúsi, verkstæði og útihúsi, jógasal með gróðurhúsi ásamt gestahúsi fyrir gesti jóga athvarfsins. Byggingarnar umlykja miðlægt útivistarrými og mynda þar með vernd gegn veðri. Útvistarrýmið er ætlað til hugleiðslu og iðkunar jóga. Aðgengi er að utandyra heilsulind og heitum potti á lóðinni.

Efnisval er einfalt og hefur tilvísun í hefðbundna íslenska byggingarlist, með bárujárnsklæðningu, veðruðu lerki og hraunhleðsluveggjum, búnir til úr því efni sem kemur til vegna uppgraftrar við framkvæmdina. Gluggar eru stórir, bæði til að ramma inn útsýnið og einnig til að hleypa inn náttúrulegri birtu sem flæðir um byggingarnar.

 

Fleiri verkefni

Fyrri reynsla
Dalur
Laufásvegur 50
Frosin Hreyfing
Skylodge
Hjúkrunarheimili
Hringhamar
Völuskarð
Björkurstekkur
U13
B6
is en
Menu
Verkefni Teymið ÞJÓNUSTA Samband